Vefkökustefna Thai Kitchen

Vefkökustefna Thai Kitchen ehf.

Tilgangurinn með vefkökustefnu þessari er að upplýsa notendur vefsíðunnar www.thaikitchen.is um notkun félagsins á vefkökum með tilliti til laga nr. 70/2022 um fjarskipti. 

Hvað eru vefkökur? 

Vefsíðum er gert kleift að þekkja tölvur og snjalltæki notenda, með notkun á vefkökum. Vefkaka merkir stafrænt hvar þú hefur verið á vefnum. Netvafrinn þinn vistar textaskrár á tölvunni þinni svo fremi sem vafrinn þinn sé stilltur til þess að samþykkja notkun á vefkökum. Vefkökurnar gera það svo mögulegt að muna ákveðnar stillingar hvers notanda til að hægt sé að bæta notendaupplifun og fá tölfræðiupplýsingar um notkun vefsíðunnar. 

Vefkökur á vefsvæði okkar:

Til að auðvelda þér notkun vefsvæðisins notum við vefkökur. Þær sjá til þess að vefsvæðið muni eftir þér svo þú þurfir ekki að endurtaka valið í hvert sinn er þú heimsækir síðuna okkar. Vefkökurnar safna tölfræðilegum upplýsingum og öðrum upplýsingum um fjölda notenda á vefsvæðinu og þær vefsíður sem þeir fara á.  

Við notum Google Analytics til greiningar á umferð um vefsvæðið okkar og til að aðgreina þig frá öðrum notendum svæðisins. Í því felst að upplýsingum er safnað og skýrsla útbúin um þróun vefsvæðisins án þess að fram komi upplýsingar um staka notendur eða persónuupplýsingar. Google Analytics býr til bæði viðvarandi kökur og lotukökur. 

Viðvarandi kökur vistast á tölvu notanda og muna val eða aðgerðir notanda á síðunni. 

Lotukökur gera síðunni kleift að tengjast aðgerðum notanda á meðan hann er á síðunni en eyðast almennt þegar notandi hættir notkun síðunnar og eru því ekki vistaðar til lengri tíma. 

Nauðsynlegar vefkökur eru eins og nafnið ber með sér nauðsynlegar svo síðan virki rétt. Þær eru því sjálfkrafa virkar og ekki hægt að hafna þeim. 

Tölfræðikökur bæta vefsíðuna með því að safna og greina upplýsingar um notkun hennar. 

Vefkökustefnan getur breyst til samræmis við breytingar á lögum eða vegna breytinga á notkun okkar á vefkökum.